Helstu kostirnir við eldhúsinnréttingar frá Ballingslöv

Í stuttu máli sagt vitum við ansi mikið um eldhúsinnréttingar. Þegar þú velur Ballingslöv er sama hvaða gerðum þú hrífst af, þú nýtur alltaf sömu frábæru kostanna. Suma þessara kosta má sjá hér. Við höfum hannað og smíðað eldhúsinnréttingar í yfir 80 ár og ávallt með umhyggju, gæði og vandvirkni í fyrirrúmi. Við höfum tekist á við eldhús af öllum stærðum og flækjustigum og fundið ótal frábærar lausnir fyrir mismunandi rými. Við bjóðum bæði upp á hefðbundnar innréttingar og framsækna hönnun til framtíðar.

Metnaður og virðing fyrir hefðum skilar gæðum og endingu

Rætur Ballingslöv liggja djúpt í sænskri náttúru og átthögum okkar á Skáni. Hér höfum við framleitt vörur okkar af vandvirkni og metnaði frá árinu 1929. Við fylgjum með stolti hefðum fyrirtækisins og framleiðum einstakar innréttingar þar sem ekkert er til sparað. Þú færð vöru sem endist vel og lengi.

Ballingslöv Design Box

Innviðirnir skipta máli – allar hurðirnar okkar eru hvítar að innanverðu. Þú getur valið um skúffuhliðar úr tæru gleri eða úr málmi. Þegar hlúð er að hverju smáatriði verður eldhúsið þitt fallegt og færir þér gleði – árið um kring.

Með reynslu í farteskinu og framsýni að vopni

Við kunnum lagið á viðnum og höfum margt að bjóða. Hurðirnar okkar úr gegnheilum viði eru svo sannarlega heilar í gegn. Rómuðu krossviðarhurðirnar okkar eru gerðar úr sérvöldum viði til að spónamynstrin verði sem fallegust. Við framleiðum innréttinguna þína í okkar eigin verksmiðju. Hurð fyrir hurð.

Hugum að geymslurýminu

Við vitum að frábært geymslupláss gerir alla vinnu í eldhúsinu auðveldari. Skúffurnar okkar eru heilir 550 mm á dýpt. Það þýðir í raun að í einni skúffu geturðu t.d. geymt tveimur hveitipokum meira (og ímyndaðu þér bara hvað það þýðir í heilli innréttingu!) en hjá flestum keppinauta okkar.

Við seljum innréttingar í heilu lagi, ekki smáhlutum

Þegar við afhendum innréttinguna heim til þín er búið að setja saman skápana og hurðirnar eru komnar á. Allt er til reiðu til að hægt sé að setja eldhúsinnréttinguna upp, fljótt og vel og nákvæmlega eins og þú mæltir fyrir um. Það er auðvitað þægilegt að skáparnir skuli vera afhentir samsettir, en stærsti kosturinn er nú samt að þú færð fullkomna innréttingu, án glufa eða skekkja.

Varanlegt samband

Ballingslöv er traustur valkostur. Við tökum fulla ábyrgð á skúffum og hjörum í heil 20 ár og ábyrgjumst grunnstoðir í 10 ár. Þetta er fjárfesting sem hækkar andvirði fasteignarinnar þinnar, og það er auðvitað líka mikils virði.

Úr skóginum inn í eldhúsið

Viður er lifandi efniviður með sérstaka eiginleika. Þess vegna annast einn og sami smiðurinn samsetningu skápa frá upphafi til enda og tryggir að samsetning fari fram undir miklum þrýstingi, að tappar séu gegnheilir og límingin vönduð.

Greið leið, alla leið/h4>

Við ábyrgjumst allt ferlið, frá upphafi til enda. Þess vegna sendum við vörurnar okkar heim til þín í okkar eigin sendibílum, sem ekið er af bílstjórunum okkar. Allir bílstjórarnir okkar hafa fengið þjálfun í vistvænum akstri.

Eldhús undir pressu

Skúffum er skellt aftur, það er togað harkalega í þær, þær eru í stöðugri notkun. Þetta vitum við og gerum ráð fyrir því þegar við smíðum skápana fyrir þig. Og þú finnur það greinilega um leið og þú prófar að opna og loka skúffu frá Ballingslöv. Auk þess er hæglokun staðalbúnaður á öllum skúffunum okkar. Eyru allra á heimilinu munu fagna því!

Uppsetning

Metnaðarfullir söluaðilar okkar aðstoða fúslega við alla samsetningu og uppsetningu á vörunum okkar. Það eina sem þú þarft að gera er að njóta þess að eiga fullsmíðað, fallegt eldhús.