City í gráum/hvítum lit

Grá eldhúsinnrétting gefur heimilinu látlaust og virðulegt yfirbragð. Á myndinni er City-innrétting í grárri og hvítri útfærslu. City er slétt hurð með álkanti – og það kemur sérlega fallega út að nota líka álkant á t.d. ljós, eldhústæki eða höldur. Þannig verður innréttingin einnig slitþolin og endist vel og lengi. Með því að nota auk þess innfelldar rennihurðir fær eldhúsið alveg nýjan svip.