Valbúnaðarsett

System 10

System 10 er valbúnaðarsett sem notar margs konar húsgögn til að skapa heimilislega stemmningu í eldhúsinu. Við byggjum upp eldhús með nálgun arkitektsins, þannig að hver eining njóti sín vel. Valbúnaðarsettið System 10 nýtir sér mismunandi smíðishluta sem allir eru 10 mm á þykkt. Með því að nota litlar fjarlægðir og endagafla er auðvelt að skapa skýrar línur og horn í eldhúsinu.

System 25

System 25 er valbúnaðarsett sem við notum til að endurskapa andblæ hinnar sígildu, sérsmíðuðu eldhúsinnréttingar. Endagaflarnir eru heilir 25 mm á þykkt og til að undirstrika yfirbragð sérsmíðaðrar innréttingar er ríflegt bil milli hluta hennar. Útdreginn sökkull undirstrikar sígilt yfirbragðið. Á árum áður var til siðs að láta gólflistann vera sýnilegan yfir sérsmíðaða eldhúsinnréttingu til að ramma inn rýmið í heild og þessi lausn er nú vinsælli en nokkru sinni fyrr. Þú getur notað valbúnaðarsettið System 25 til að skapa ótrúlega hagkvæmt og nútímalegt eldhús, með skemmtilegum blæ fyrri tíma.

System 45

System 45 er valbúnaðarsett fyrir eldhúseyjur þar sem langhliðar og skammhliðar mætast í réttu horni. Þetta gefur nútímalegt og stílhreint yfirbragð með fáum samskeytum þar sem hurðir og endagaflar mætast hindrunarlaust. Þannig er hægt að útbúa mjög látlausa eldhúseyju sem minnir á klett í hafinu.

Innréttingin Bistro passar fyrir System 10.

Innréttingarnar Bistro og Gastro passa fyrir System 25.

Innréttingin Bistro passar fyrir System 45.

Tradition

Tradition är ett tillbehörskoncept som består av detaljer inspirerade av det gamla traditionella herrgårdsköket. Alla tillbehör i Tradition håller väldigt hög hantverkskvalitet och är utformade så att de passar väldigt bra tillsammans. Från golv till tak, med Tradtion ger vi dig möjligheten att bygga ett mycket personligt och genomarbetat kök med vackra detaljer från förr.

Shaker

Shaker er heiti sem nær yfir mismunandi vörur sem má nota með valbúnaðarsettinu System 25 til að skapa ríkulegt, en látlaust yfirbragð. Shaker-stíllinn er eins konar sveitastíll, en með mínímalísku yfirbragði og áherslu á notagildi. Hönnunarhugmyndin á bak við Shaker er notuð fyrir eftirfarandi vörur: eldhúseyju, krókalista og háan skáp úr krossviði með glerhurðum. Þessar vörur henta til notkunar með bæði Bistro- og Gastro-hurðum.

Köksmodellen Meny passar till Tradition.